Vopnaður maður á Svalbarðseyri handtekinnMynd: svalbardsstrond.is/Árni Óla

Vopnaður maður á Svalbarðseyri handtekinn

Vopnaður maður var handtekinn í nótt á Svalbarðseyri eftir að sést hafi til hans á almannafæri handleika vopn.

Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning kl. 03:03 í nótt um manninn og sendi þá vopnaða lögreglumenn á svæðið, eftir nokkra rannsóknarvinnu bárust böndin að húsi í þorpinu og reyndist maðurinn vera þar. Hann var handtekinn og sýndi ekki mótspyrnu. Vopnið fannst í fórum hans, en maðurinn var í annarlegu ástandi.

Að sögn Lögreglunnar er ekki vitað hvað manninum gekk til en hann var færður í fangageymslu þangað til hann kæmist í ástand til að gefa skýrslu. Nánar á Facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

UMMÆLI

Sambíó