Listasafnið á Akureyri

Vormót Júdósambands Íslands í KA heimilinu

Það verður keppt í júdó í KA heimilinu næstkomandi laugardag þegar Vormót Júdósambands Íslands í flokki fullorðinna fer fram. Mótið hefst klukkan 13:00 og stendur til 16:00.

Frítt verður inn og er íþróttaáhugafólk hvatt til að mæta enda er orðið langt síðan júdómót hefur verið haldið í KA-Heimilinu.

Á næsta ári vonast Júdódeild KA til þess að geta haldið fjölmennt mót á vegum JSÍ fyrir 21 árs og yngri þar sem keppt verður á tveim til þrem völlum.

Fyrir þá sem ekki komast á mótið þá verður KA-TV með beina útsendingu.

UMMÆLI