Vöruþróun í Grímsey

Vöruþróun í Grímsey

Grimsey Design hefur nú sett þrjár nýjar vörur í sölu í Grímsey. Með aðstoð styrkja frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Frumkvæðissjóði Glæðum Grímsey var bæði hægt að prófa nýja framleiðslutækni og betrumbæta gæði og umbúðir hinna frægu Grímseyjareggja.

Auk eggjana er nú einnig hægt að kaupa skartgripi sem unnir eru úr eggjabrotum og afskurði, lyklakippur og segla en allar vörurnar eru seldar í Gallerý Sól í Grímsey. Hægt er að sjá áhugavert myndband sem gert var til að sýna framleiðsluferlið og vöruþróunina á Facebooksíðu Grimsey Design.

Eggin hvíla öll á fallegum viðarkubbi sem unninn er í Grímsey og eru eggin lýst upp með peru. Hægt er að velja útlínur bæði Íslands og Grímseyjar.

Frétt úr fréttabréfi SSNE sem má nálgast í heild sinni með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó