Wok On opnar á Akureyri

Wok On opnar á Akureyri

Tveir matsölustaðir sem munu sjá um sölu á tilbúnum réttum verða opnaðir í húsnæði Krónunnar við Tryggvabraut á Akureyri í haust. Annar staðurinn er Wok On, sem hefur slegið í gegn á höfuðborgarsvæðinu og sérhæfir sig í asískri matargerð.

Rub 23 mun einnig vera með útibú í húsnæðinu fyrir sushi. Stefnt er að því að Krónuverslunin opni í nóvember.

Sjá einnig: Bjarki Kristjánsson verður verslunarstjóri Krónunnar á Akureyri

UMMÆLI