Woo mættur til Þórsara

Woo mættur til Þórsara

Knattspyrnudeild Þórs á Akureyri hefur staðfest komu sóknarmannsins Je Wook Woo til Akureyrar frá Suður-Kórey. Woo kom til Þórs á reynslu á dögunum og hefur nú skrifað undir samning hjá Þór.

Hann skoraði fjögur mörk í 7-0 sigri Þórsara gegn KA2 á Kjarnafæðismótinu á dögunum. Hann hefur áður leikið í Suður-Kóreu og Ástralíu.

„Woo er líkamlega sterkur og duglegur leikmaður. Hann hefur sýnt það einnig að hann geti skorað mörk. Fyrst og fremst held ég að hann passi vel inn í hópinn okkar, bæði sem persóna og sem leikmaður,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó