Nú hafa yfir 50 þúsund gestir séð kvikmyndina Lof mér að falla. Myndin er orðin sú tekjuhæsta á Íslandi á árinu og miðað við gríðarlega gott gengi myndarinnar og stöðuga aðsókn undanfarnar vikur stefnir í að hún toppi Mýrina í tekjum og verði tekjuhæsta íslenska mynd allra tíma.
Myndin hefur slegið í gegn á Íslandi og erlendis og fengið einróma lof gagnrýnenda. Myndin var til sýnis á Busan, stærstu kvikmyndahátíð í Asíu á dögunum þar sem seldist upp á sýningar myndarinnar og viðtökurnar voru frábærar að sögn aðstandenda.
Myndin mun svo ferðast áfram um heimsbyggðina á næstu vikum og mánuðum. Viðræður eru langt komnar við fyrirtæki í löndum á borð við Frakkland, Þýskaland, England, Danmörku og Bandaríkin þar sem Netflix er að skoða myndina.
UMMÆLI