Yfir hundrað Norðlendingar mættir til Færeyja

Yfir hundrað Norðlendingar mættir til Færeyja

Yfir hundrað einstaklingar sem lögðu af stað til Færeyja frá Akureyrarflugvelli í gær eru mættir til Færeyja og verða fram á sunnudag. Ferðin er sú fyrri af tveimur sem að færeysku ferðaskrifstofunni Tur.fo býður upp á á milli Færeyja og Akureyrar.

Ferðaskrifstofan Tur í Færeyjum skipuleggur skíðaferðir til Akureyrar tvær helgar í febrúar. Rúmlega 130 snjóþyrstir Færeyingar komu með vélinni í gær og þá er reiknað með um 170 gestum í næstu viku.

Til þess að nýta ferðina til baka býðst Norðlendingum að fara í helgarferð á meðan Færeyingarnir reyna fyrir sér í Hlíðarfjalli. Í gær fóru rúm­lega hundrað einstaklingar út og er áætlað að svipað marg­ir fari í næstu viku. Enn er hægt að panta sæti í þá ferð sem verður 10. til 13. febrúar.

Sjá nánar: Síðustu lausu sætin til Færeyja

Fyr­ir­tækið Tur.fo hef­ur boðið Fær­ey­ing­um upp á skíðaferðir til Íslands frá ár­inu 2010 en vegna Covid-19 heims­far­ald­urs­ins hefur ekki verið farið síðustu tvö ár.

Hér að neðan má sjá myndir frá fyrsta degi ferðarinnar í Færeyjum


UMMÆLI