Um 1000 manns sóttu hátíðardagskrá á Laugum 25. október í tilefni af 100 ára afmæli Laugaskóla. Dagskráin innihélt meðal annars söng og skemmtanir og lauk með Sæmundi í sparifötunum og mjólkurglasi í matsalnum.
„Ég er ofboðslega þakklátur og hrærður, í raun og veru. Þetta tókst bara miklu betur en við reiknuðum með! Við höfðum áhyggjur af því að rúmlega tveggja tíma dagskrá í íþróttahúsinu yrði kannski þung og þreytandi, en Höskuldur veislustjóri hélt vel utan um stundina og fjöldasöngurinn með Þráni Árna hélt þessu léttu og skemmtilegu. Svo voru fleiri tónlistaratriði og ég held að þetta hafi bara verið mjög ánægjuleg menningarstund,“ segir Sigurbjörn Árni á vef Þingeyjarsveitar.
Tveir ráðherrar, Guðmundur Ingi Kristinsson og Logi Einarsson, voru viðstaddir hátíðina og fjölluðu um sérstöðu Laugaskóla í menntasögu landsins. Á hátíðinni komu fram áhyggjur af boðuðum breytingum á rekstri framhaldsskóla sem gætu skert sjálfstæði skólans. Saga skólans, sem oft hefur staðið frammi fyrir hagræðingarkröfum, var rakin í nýrri heimildarmynd eftir Ottó Gunnarssonar, Voru allir hér?, sem var sýnd í Þróttó á hátíðinni. Ljóst er að skólinn nýtur mikils stuðnings, sem kom fram í fjölda gesta.
Lesa má nánar á vef Þingeyjarsveitar þar sem einnig eru myndir frá hátíðinni og sömuleiðis á vef skólans.


COMMENTS