Þorpið og Breiðholtið mætast á nýrri plötu frá Hkon og Jóa Dag

Þorpið og Breiðholtið mætast á nýrri plötu frá Hkon og Jóa Dag

Tónlistarmaðurinn Hákon Örn Hafþórsson hefur gefið út plötuna Fullorðin Börn. Platan er samvinnuverkefni hans og Jóhanns Dags Þorleifssonar og inniheldur 8 lög sem þeir hafa búið til á síðastliðnum árum.

Hákon, sem gefur út tónlist undir listamannsnafninu Hkon, hefur verið viðloðinn rappsenuna á Akureyri frá unga aldri. Árið 2019 gaf hann út plötuna Kóngalíf og fyrir það gaf hann meðal annars út tónlist sem Konni Conga og sem meðlimur hljómsveitinni Silvurdúnúlpan sem pabbi kom heim í.

Um plötuna Fullorðin Börn segir hann: „Hún er algjörlega laus við alla formfestu og fékk að fæðast í frjálsu flæði á stað þar sem Þorpið og Breiðholtið mætast. Það er virkilega góður staður skal ég segja ykkur.“

Hlustaðu á Fullorðin Börn:

COMMENTS