Fjölmennt á samstöðufundi KvennaverkfallsLjósmynd/Sindri S. Kristjánsson

Fjölmennt á samstöðufundi Kvennaverkfalls

Í dag er Kvennaverkfall um land allt og haldinn var samtöðufundur á Ráðhústorginu. Með kvennaverkfalli taka konur og kvár höndum saman og leggja niður launuð sem ólaunuð störf nú þegar fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta kvennaverkfallinu á kvennaári Sameinuðu Þjóðanna árið 1975. Fjölmennt var á fundinum og lét mannskapurinn ekki örfá snjókorn og kulda á sig fá. Þeir sem fóru með erindi voru:

  • Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar stéttarfélags
  • Urður Bergsdóttir, leikkona
  • Erla Hrönn Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Aflsins
  • Þórgunnur Oddsdóttir, fjölmiðla- og listakona
  • Neó Týr Hauks, dansari
  • Tinna Hjaltadóttir, söngkona og menntaskólanemi
  • Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, tónlistarkona
  • Hrund Hlöðversdóttir, tónlistarkona og framkvæmdastjóri
  • Fundarstjóri: Hólmfríður Hafliðadóttir, leikkona

COMMENTS