Samherji með nýja vöru á markað

Samherji með nýja vöru á markað

„Besti bitinn af þorskinum,“ eru frosnir þorskhnakkar frá Samherja, sem verða fáanlegir í matvöruverslunum innanlands frá og með deginum í dag. Þorskurinn er veiddur á djúpslóð og unninn í vinnsluhúsum Samherja á Eyjafjarðarsvæðinu.

Markmiðið er að færa neytendum hér á landi það besta úr hafinu í kringum landið. Almennt er viðurkennt að hnakkinn sé besti bitinn af þorskinum enda er hann þykkasti og safaríkasti hluti fisksins. Er nafnið á vörunni skírskotun til þess.

„Hér erum við að bjóða neytendum valkost sem er okkar eigin framleiðsla sem við höfum lagt alúð í. Salan á þessari afurð í matvöruverslunum innanlands er líka mikilvægur líður í því að efla vitund almennings um íslenskan sjávarútveg, þær hollu afurðir sem þar eru framleiddar og hvað þarf til,“ segir Baldvin Þorsteinsson, forstjóri Samherja hf.

Nánar á vef Samherja.

COMMENTS