Öxnadalsheiði lokuð vegna umferðarslyss

Öxnadalsheiði er nú lokuð fyrir umferð um óákveðinn tíma vegna umferðarslyss á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Lögreglan beinir þeim tilmælum til vegfarenda að aka frekar um Ólafsfjörð og Siglufjörð, hvort sem menn eru á norður- eða suðurleið. Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra segir að um sé að ræða olíubifreið. … Halda áfram að lesa: Öxnadalsheiði lokuð vegna umferðarslyss