NTC netdagar

Öxnadalsheiði lokuð vegna umferðarslyss

Öxnadalsheiði lokuð vegna umferðarslyss

Öxnadalsheiði er nú lokuð fyrir umferð um óákveðinn tíma vegna umferðarslyss á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Lögreglan beinir þeim tilmælum til vegfarenda að aka frekar um Ólafsfjörð og Siglufjörð, hvort sem menn eru á norður- eða suðurleið.

Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra segir að um sé að ræða olíubifreið. Þegar búið er að tryggja öryggi ökumanns og koma honum til aðstoðar munu aðgerðir miðast við að reyna að takmarka olíumengun á svæðinu.

Lögreglan á Norðulandi vestra sér um rannsókn málsins og nýtur aðstoðar lögreglunnar á Norðausturlandi. Þá koma slökkviliðin á Akureyri og Sauðákróki til með að aðstoða.

UMMÆLI

Sambíó