Prenthaus

Bandarískur framherji í Þór/KAMynd: Instagram @juanitamorenov

Bandarískur framherji í Þór/KA

Knattspyrnulið Þór/KA hefur samið við bandaríska framherjann Shaina Ashouri. Hún hefur fengið leikheimild með liðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þór/KA.

Shaina er fædd árið 1996 og er frá frá Parker í Colorado í Bandaríkjunum. Hún stundaði nám í Wyoming-háskóla og spilaði þar með liði Wyoming Cowgirls. Hún samdi við Houston Dash í bandarísku MLS-deildinni haustið 2020 og hefur spilað með varaliði félagsins.

„Ég kem úr mikilli fótboltaáhugafjölskyldu svo það var eiginlega skrifað í stjörnurnar að ég myndi velja fótboltann mjög ung og halda mig við hann,“ segir Shaina í tilkynningu Þór/KA. Hún ákvað að koma til Íslands eftir að hafa ráðfært sig við leikmenn sem hún þekkir og kveðst hafa heyrt að deildin hér væri sterk. „Ég hef alltaf heyrt vel talað um landið og deildina hér,“ segir Shaina Ashouri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó