Aron Einar fór meiddur af velli í sigri Cardiff

Aron Einar fór meiddur af velli í sigri Cardiff

Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði fór meiddur af velli eftir aðeins 10 mínótur í sigri Cardiff á Hull, 2-0, í Championship deildinni á Englandi í dag.

Neil Warnock stjóri Cardiff staðfesti að Aron hefði meiðst á hné og ökkla, en Aron var frá fyrr í vetur eftir að hafa gengist undir aðgerð á ökkla. Alvarleiki meiðslana kemur þó betur í ljós á morgun þegar Aron fer í myndatöku.

12 dagar eru þangað til Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnir hópinn sem fer á heimsmeistaramótið í sumar í Rússlandi. Þar leikur Ísland sinn fyrsta leik gegn Argentínu 16. júní.

UMMÆLI

Sambíó