NTC netdagar

Aron Einar varð annar í kjöri á knattspyrnumanni ársins

Aron Einar Gunnarsson

Aron Einar Gunnarsson leikmaður Cardiff City og fyrirliði íslenska karla landsliðsins endaði í öðru sæti í kjöri KSÍ á knattspyrnumanni ársins. Gylfi Þór Sigurðsson varð efstur í flokki karla og Sara Björk Gunnarsdóttir í flokki kvenna.

Þetta er í 14. sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og eru það fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem velja.

Hér má lesa umsögn KSÍ um Aron Einar.

Aron Einar Gunnarsson er fyrirliði A landsliðs karla og gríðarlega mikilvægur hlekkur í árangri liðsins undanfarin ár. Aron leikur með Cardiff, en liðið endaði í 12. sæti á síðastliðnu tímabili. Liðið hefur verið á góðri siglingu þar á yfirstandandi tímabili og situr í 2. sæti deildarinnar þegar þetta er skrifað. Aron Einar og Gylfi Þór hafa haldið áfram að mynda frábært miðjupar hjá landsliðinu. Hann lék á árinu átta leiki, þar af alla leiki liðsins í undankeppni HM 2018 og átti þar eina stoðsendingu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó