Intersand MaxCare 12 kg | Gæludýr.is

Götulokanir vegna The Color Run

Götulokanir vegna The Color Run

Á laugardaginn fer litahlaupið fram í miðbæ Akureyrar og má gera ráð fyrir að Akureyri verði litríkari en nokkru sinni fyrr. Gert er ráð fyrir að um það bil 2.000 manns taki þátt í skemmtuninni og er það langmesti fjöldi sem tekið hefur þátt í hlaupi á Akureyri hingað til. Litahlaupið er 5km löng skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem þátttakendur eru litaðir með litapúðri eftir hvern kilómetra og við endamarkið verður síðan mikil fjölskylduskemmtun.

Ólíkt flestum öðrum hlaupum snýst The Color Run ekki um að koma í mark á sem skemmstum tíma heldur að njóta upplifunar litahlaupsins. Þátttakendur byrja hlaupið í hvítum bol en verða í öllum regnbogans litum þegar komið er í endamarkið.

Rás- og endamark hlaupsins verður á túninu sunnan við Akureyrarvöll og verður hlaupið suður eftir Hólabraut og Túngötu í gegnum miðbæinn um Ráðhústorgið, Skipagötu, Hafnarstræti, Aðalstræti, Naustafjöru og hlaupið endar svo við Brekkugötu. Óhjákvæmilegt er að nokkrum götum verði lokað fyrir bílaumferð og þær götur sem lokaðar verða vegna litahlaupsins eru:
Brekkugata frá Ráðhústorgi að Klapparstíg
Hólabraut
Smáragata og Gránufélagsgata við Laxagötu
Túngata
Bankastígur
Strandgata við Geislagötu
Skipagata
Kaupvangsstræti frá gatnamótum Drottningarbrautar að Hafnarstræti
Hafnarstræti
Austurbrú
Naustafjara
Duggufjara
Búðarfjara
Aðalstræti

Svæðið opnar kl. 15 með upphitun og fyrstu hlauparar verða ræstir kl. 16 og svo ræst í nokkur hundruð manna hópum á þriggja mínútna fresti. Mikil fjölskylduskemmtun með tilheyrandi litadýrð verður við Akureyrarvöll að hlaupi loknu með ýmsum skemmtiatriðum þar sem Áttan mun meðal annars koma fram. Danski plötusnúðurinn Jean Eric Von Baden kemur frá Kaupmannahöfn en hann hefur stýrt tónlistinni í litahlaupunum í Reykjavík 2015, 2016 og 2017. Þá munu Magni Ásgeirs og Greta Salóme verða kynnar hátíðarinnar.


UMMÆLI