Grunnskólakennarar labba út klukkan 13.30 í dag

Síðuskóli á Akureyri

Síðuskóli á Akureyri

Grunnskólakennarar á flestum stöðum á landinu ætla að leggja niður störf klukkan 13.30 í dag og þannig sýna samstöðu í kjaradeilu þeirra við sveitarfélögin. Þetta er í annað sinn í þessum mánuði sem kennarar leggja niður störf og ganga út.

Kennarar á Akureyri hafa ákveðið að hittast á samstöðufundi í húsakynnum KFUM og KFUK í dag.

Ljóst er að mikil reiði er meðal kennara og hafa t.a.m rúm­ur þriðjung­ur kenn­ara Selja­skóla í Breiðholti hef­ur sagt upp störf­um eins og RÚV greindi frá í gær.


UMMÆLI

Sambíó