Prenthaus

Miðjan slær í gegn í nýjum sketch – myndband

Miðjan: Gísli Máni og Gunnar Björn.

Gísli Máni og Gunnar Björn, eða Miðjan eins og þeir kalla sig, hafa heldur betur slegið í gegn upp á síðkastið líkt og Kaffið fjallaði um á dögunum. Drengirnir eru nýútskrifaðir úr Menntaskólanum á Akureyri og eru um þessar mundir að gefa út skemmti- og afþreyingarefni á samfélagsmiðlum.

Í gær settu þeir inn enn eitt myndbandið sem hefur nú þegar fengið 15 þúsund áhorf. Í myndbandinu leitar Gísli á verkstæði vegna einhvers leiðinda væls í bílnum sínum sem hann vill láta laga. Við mælum með þessu bráðfyndna sketch sem þú getur horft á hér að neðan.

Hægt er að fylgjast með drengjunum á facebook, instagram og snapchat undir nafninu midjan_official.

 

UMMÆLI