NTC netdagar

Ritlistasamkeppni á Akureyri

Efnt er til keppni hjá ungum skáldum á Akureyri en verkefnið ber heitið Ungskáld og er ætlað ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Greint er frá keppninni á vef Akureyrarbæjar en það styttist í óðfluga í síðasta skiladag sem er fimmtudagurinn 10.nóvember.
pen_and_paper
Til keppninnar má senda sögu, ljóð, leikverk eða allt mögulegt í formi skrifa en eina skilyrðið er að textinn sé á íslensku. Fyrir skömmu var haldið námskeið í tenglum við verkefnið í skapandi skrifum og skapandi hugsun þar sem tónlistarmaðurinn Kött Grá Pjé kom þ.á.m. og ræddi við þátttakendur.

Peningaverðlaun verða veitt fyrir 1.-3.sæti og því klárlega til einhvers að vinna.
Verkefnið er samstarfsverkefni Amtsbókasafnsins, Menntaskólans á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Framhaldsskólans á Húsavík, Menntaskólans á Tröllaskaga, Akureyrarstofu og Ungmenna-Hússins upplýsinga- og menningarmiðstöðvar í Rósenborg.

Verkefnið Ungskáld er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra.

UMMÆLI

Sambíó