beint flug til Færeyja

Stefnt að því að opna nýjan leikskóla í þorpinu

Leikskólinn Hlíðarból.

Vikudagur greinir frá því að leikskólanum Hlíðarbóli verði lokað í sumar vegna sparnaðar hjá Akureyrarbæ. Bærinn stefnir að því að reisa nýjan leikskóla í Hlíðarhverfi innan nokkurra ára en hann kemur til með að vera annað hvort innan Glerárskóla eða byggður við hann. Þá liggur ekki fyrir hvað verður um húsnæðið við Undirhlíð, sem að leikskólinn starfar í um þessar mundir.
Þá segir í frétt Vikudags að Akureyrarbær geri ráð fyrir um 230 milljónum í endurnýjun og viðbyggingu Glerárskóla næstu þrjú árin.

Foreldrar barna sem núverið eru á leikskólanum eru alls ekki sáttir við tilvonandi lokun Hlíðarbóls í sumar og krefjast þess að hætt verði við hana. Ef leikskólanum verður lokað í sumar er enginn leikskóli í hverfinu og líklegast aðrir leikskólar fullir með börnunum sem þar eru fyrir.

Sambíó

UMMÆLI