Steinþór Freyr Þorsteinsson í KA

steinthor
Fyrrverandi landsliðsmaðurinn, Steinþór Freyr Þorsteinsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við KA. Steinþór kemur frá norska liðinu Sandnes Ulf.

Steinþór hefur verið samfleytt erlendis frá því 2010 og því sex ár síðan hann lék heima á Íslandi. Af þessum sex árum hefur hann verið fimm í Noregi.

KA eru nýliðar í Pepsi deildinni á næsta tímabili og ljóst er að liðið ætlar sér stóra hluti. Steinþór er fjölhæfur leikmaður sem leikið hefur 8 landsleiki fyrir Íslands hönd.

Markmiðin mín geri ég persónulega og er ekki búinn að setja mér nein markmið eins og er. En ég mun alltaf gefa allt sem ég á í leikina og fyrir liðið,“ sagði Steinþór í samtali við KA.is

UMMÆLI

Sambíó