Prenthaus

Þrír nemendur VMA slá í gegn í Voice

Elísa Ýrr er ein af þremenningunum sem gerir það gott í Voice

Elísa Ýrr er ein af þremeningunum sem gerir það gott í Voice

Þrír nemendur VMA eru komnir áfram í söngkeppninni Voice sem sýnd er á Skjá einum um þessar mundir. Þetta eru þau Elísa Ýrr Erlendsdóttir, Sindri Snær Konráðsson og Valgerður Þorsteinsdóttir. Elísa Ýrr er í liði Unnsteins Manúels Stefánssonar, Valgerður í liði Svölu Björgvinsdóttur og Sindri Snær í liði Helga Björnssonar.

Öll hafa þau Elísa Ýrr, Sindri Snær og Valgerður látið mikið að sér kveða í bæði söng- og leiklistarlífi skólans. Elísa Ýrr sigraði bæði Söngkeppni VMA í febrúar sl. og  Söngkeppni framhaldsskólanna á Norður- og Austurlandi sl. vor í Hofi.

Sindri Snær hefur bæði látið að sér kveða í leiklistinni og söngnum. Hann hefur leikið og sungið í tveimur uppfærslum VMA á þessu ári, á vorönn í Bjart með köflum í Freyvangi og núna á haustönn í Litlu hryllingsbúðinni. 

Valgerður Þorsteinsdóttir hefur eins og Sindri bæði leikið og sungið í VMA. Hún söng í Söngkeppni VMA sl. vetur og lék og söng í Bjart með köflum snemma á þessu ári.  Kaffið.is óskar þeim að sjálfsögðu alls hins besta í framhaldinu.

UMMÆLI

Sambíó