Verðkönnun – Kristjánsbakarí 41% dýrara en Axelsbakarí

Mikill verðmunur

Við á Kaffinu höldum áfram að kanna verð á hinum ýmsu nauðsynjavörum á Akureyri. Að þessu sinni ákváðum við að gera óformlega verðkönnun í bakaríum bæjarins. Könnunin fór fram fimmtudaginn 9. febrúar og farið var í Axelsbakarí, Kristjánsbakarí og Bakaríið við brúna, verslaðar voru þrjár vinsælar vörur sem eru sambærilegar í verslununum. Þær vörur sem keyptar voru eru snúður með súkkulaði, ostaslaufa og kringla.

Niðurstöðurnar voru nokkuð afgerandi en í ljós kom að munurinn á dýrasta og ódýrasta bakaríinu voru heilar 265 krónur. Bakkelsið var afgerandi ódýrast í Axelsbakarí en þar kostaði þessi þrenna 645 krónur. Næst kom Bakaríið við brúna en þar kosta vörurnar þrjár 843 krónur. Dýrast var að versla vörurnar þrjár hjá Kristjánsbakarí. Þar kostuðu þær 910 krónur sem er 41% meira en hjá Axelsbakarí.

Axelsbakarí
Snúður 210
Ostaslaufa 310
Kringla  125
Samtals= 645 kr.

Bakaríið við brúna
Snúður 283
Ostaslaufa 395
Kringla 165
Samtals 843 kr.

Kristjánsbakarí
Snúður 315
Ostaslaufa 445
Kringla 150
Samtals= 910 kr.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó