21 skipakomur afbókaðar til Fjallabyggðar sumarið 2026Mynd: Fjallabyggð/ Jón Steinar Ragnarsson.

21 skipakomur afbókaðar til Fjallabyggðar sumarið 2026

Aukin skattlagning á skemmtiferðaskip hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir Fjallabyggð. Þegar hafa 21 skipakomur verið afbókaðar fyrir sumarið 2026 en aðeins 12 eru bókaðar, samanborið við 33 í sumar. Þetta kemur fram á Trölli.is. Þessi samdráttur hefur mikil áhrif á hafnarsjóð og þjónustuaðila. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lýst yfir þungum áhyggjum og skorar á núverandi stjórnvöld að endurskoða skattlagninguna.

COMMENTS