Barþjónanámskeið fyrir veitingamenn á NorðurlandiMynd/Eyja Vínstofa & Bistro

Barþjónanámskeið fyrir veitingamenn á Norðurlandi

Barþjónanámskeið verður haldið á Akureyri laugardaginn 4. maí. Námskeiðið fer fram á Eyju Vínstofu frá kl. 16:00 til 17:00 og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Þetta kemur fram á Veitingageirinn.is en að námskeiðinu standa Drykkur heildsala og Marberg.

Leiðbeinandi námskeiðsins er Gundars Eglitis, Brand Ambassador fyrir Marberg, en hann mun kynna fjölbreytta möguleika vörunnar og miðla þekkingu sinni á framsetningu og notkun hennar í barþjónustu.

Pláss á námskeiðið er takmarkað og eru veitingamenn því hvattir til að skrá sig tímanlega með því að senda tölvupóst á fridbjorn@drykkur.is.

COMMENTS