Gömlu skjöl hreppana afhent Héraðsskjalasafninu á Húsavík

Gömlu skjöl hreppana afhent Héraðsskjalasafninu á Húsavík

Föstudaginn 16. maí voru öll skjöl gömlu hreppanna, Háls-, Bárðdæla, Ljósavatns-, Reykdæla- og Aðaldælahrepps, sem voru í Kjarna, gamla stjórnsýsluhúsi sveitarfélagsins á Laugum, afhent Héraðsskjalasafninu á Húsavík. Þar tók Snorri Guðjónsson héraðsskjalavörður á móti 18 öskjum frá Þorbjörgu Guðmundsdóttur, skjalafulltrúa sveitarfélagsins.

Þegar Þingeyjarsveit flutti skrifstofur sínar í Þingey, urðu öll eldri skjöl eftir í Kjarna. Þar á meðal var töluvert af skjölum gömlu hreppanna; Háls-, Bárðdæla, Ljósavatns-, Reykdæla- og Aðaldælahrepps. Í tilkynningunni frá Þingeyjarsveit segir:

„Laufey Eiríksdóttir, upplýsingafræðingur hefur síðastliðna mánuði unnið ötullega að frágangi elstu skjalanna í vörslu sveitarfélagsins til afhendingar á skjalasafn og grisjað úr þeim yngri til flutnings í Þingey. Þetta er því stór áfangi í þeirri vinnu og er ánægjulegt að skjölin séu nú komin til varanlegrar varðveislu þar sem þau eru aðgengileg öllum.“

COMMENTS