Engin sumarfrístund á vegum bæjarinsMynd/Akureyrarbær

Engin sumarfrístund á vegum bæjarins

Foreldrar á Akureyri gagnrýna skort á framboði á tómstundastarfi fyrir börn yfir sumartímann og kalla eftir endurskoðun á „ófjölskylduvænu fyrirkomulagi.“

Á RÚV kemur fram að Kristín Helga Schiöth og Ottó, foreldrar sex ára drengs með sykursýki 1, standi frammi fyrir mikilli óvissu tveimur vikum fyrir skólalok um hvaða stuðningi sonur þeirra getur fengið í sumar.

Þrátt fyrir að grunnskólafrí sé almennt í um tíu vikur, geta fæstir foreldrar á vinnumarkaði tekið sér svo langt frí. Á Akureyri er engin sumarfrístund á vegum sveitarfélagsins líkt og í Garðabæ, þrátt fyrir svipaðan íbúafjölda. Íþróttafélög bjóða upp á námskeið sem oft eru í hálfan dag eða minna og aðallega fyrri hluta sumars, sem getur ollið foreldrum vandræðum með að skipuleggja heila daga.

„Þetta er slæmt fyrir fjölskyldur, þetta er slæmt fyrir atvinnulífið og þetta er slæmt fyrir börn sem eiga ekkert sjálfkrafa bara auðvelt og gott sumar. Aðstæður eru alls konar,“ segir Kristín á vef Rúv.

Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs á Akureyri, sagði við Rúv í fyrra að skoða þyrfti þessi mál nánar og að auka þurfi úrvalið fyrir börn sem þurfa stuðning.

COMMENTS