Í gær brautskráðust 186 nemendur frá VMA, 86 nemendur af tuttugu námsbrautum auk meistaranáms að loknu sveinsprófi. Skírteinin voru 219 því 33 nemendur tóku við tveimur og jafnvel þremur skírteinum. Þetta er næst fjölmennasti útskriftarhópur í sögu skólans. Heildarfjöldi útskrifaðra nemenda skólans á þessu skólaári (116 nemendur í desember 2024 og 186 núna í maí 2025) er 302 og eftir því sem næst verður komist hefur skólinn aldrei áður brautskráð jafn marga nemendur á einu skólaári.
Sigríður Huld Jónsdóttir brautskráði nemendur í síðasta skipti sem skólameistari VMA og lesa má ávarp hennar hér. Ásamt því flutti Hafey Hvítfeld Garðarsdóttir sem brautskráðist sem stúdent af listnáms- og hönnunarbraut VMA, ávarp fyrir hönd brautskráningarnema.


COMMENTS