Það var hátíðleg stund í Menntaskólanum á Tröllaskaga í fyrradag þegar þrítugasta brautskráning skólans fór fram. Fimmtíu og tveir nemendur brautskráðust, eru það jafn margir og á vorönn í fyrra og eru það fjölmennustu útskriftarhóparnir frá upphafi. Alls hafa nú 678 nemandur brautskráðst frá skólanum á þeim fimmtán árum sem hann hefur starfað. Útskriftarnemarnir að þessu sinni koma frá þrettán stöðum á landinu og tveir eru búsettir erlendis, enda mikill meirihluti nemenda skólans fjarnemar. Fjórtán útskriftarnemar sáu sér fært að mæta í athöfnina en aðrir fylgdust með í streymi.
Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir aðstoðarskólameistari stýrði athöfninni og flutti ávarp þar sem hún sagði frá starfi skólans. Skólameistarinn Lára Stefánsdóttir flutti einnig ávarp þar sem hún óskaði útskriftarnemum allra heilla og þakkaði þeim fyrir að velja MTR. Dúx skólans að þessu sinni var Urður Harðardóttir, úr Reykjanesbæ. Hún útskrifaðist af Félags- og hugvísindabraut og hlaut viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur í fjórum námsgreinum. Að lokum flutti Helgi Þór Ívarsson, fjarnemi við skólann, ávarp nýstúdents.
Hægt er að lesa nánar á vefsíðu MTR.


COMMENTS