Kveldúlfur á Hjalteyri gekk vonum framarMynd/Daníel Starrason

Kveldúlfur á Hjalteyri gekk vonum framar

Nú um helgina var hátíðin Kveldúlfur haldin í fyrsta skipti á Hjalteyri. Júníus Meyvant, Kött Grá Pje, Skúli Mennski og Lúpína og Katla Vigdís voru meðal tónlistarmann sem tróðu upp. Á svæðinu var heitur pottur við sjóinn, matarvagnar, grænmetismarkaður, opin listastúdíó, kajakleiga, klifur og margt fleira í boði fyrir gesti hátíðarinnar.

„Hátíðin gekk vonum framar, tónleikagestir nutu sín í botn, sem og lista- og starfsfólk. Hjalteyri skilaði sínu og stemningin var heil og góð, allt gekk algjörlega vandræðalaust fyrir sig og eftir sitjum við með bros á vör,“ segir Sara Bjarnason einn af forsprökkum hátíðarinnar.

COMMENTS