Sandra Clausen rithöfundur og skáld gefur út sína áttundu bók á næstu dögum, en hún ber nafnið Klúbburinn. Sandra ólst upp á Akureyri en býr nú á Selfossi þar sem hún sækir innblástur í skrifin en í ár koma þrjár bækur frá henni, bæði á prenti og í hljóði inn á Storytel.
Áður útgefnar eru sögulegar skáldsögur í framhalds-seríunni Hjartablóð sem hlaut miklar vinsældir meðal fólks bæði á prenti og hljóðformi. Að þessu sinni skrifar hún grátbroslega kómedíu með erótísku ívafi og það í rauntíma. Sögusviðið í þetta sinn er Siglufjörður. Þar verða til áleitnar spurningar um lífið og tilveruna, „Verður nokkuð heimsendir þó húsmóðir fari í frí“?
Um bókina segir „Karen gengur á vegg með sjálfa sig, kulnun heitir það víst og hún ákveður að hrista upp í hlutunum, flytja landshorna á milli og kynnast þar norðlenskri menningu. Á Siglufirði er þó ekki einungis síldarminjasafn og skíðamenning, heldur klúbbur sem kemur Karen heldur betur á óvart. Bókinni verður dreift á næstu dögum í Pennann og Hagkaup svo fylgist með ævintýrum Karenar og því hvaða áhrif Klúbburinn mun hafa á allt hennar líf.“



COMMENTS