Göngumönnum bjargað úr sjálfheldur í YtráfjalliMynd/RÚV

Göngumönnum bjargað úr sjálfheldur í Ytráfjalli

Tveimur göngumönnum var í nótt bjargað úr sjálfheldu í Ytrárfjalli, norður af Ólafsfirði. Björgunarsveitir frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri voru kallaðar út um klukkan níu í gærkvöldi eftir að fólkið óskaði eftir aðstoð. RÚV greindi frá.

Aðstæður á staðnum voru krefjandi og hættulegar vegna bratta og laus grjóts. Björgunarmenn þurfti að beita siglínum til að komast að fólkinu, sem var orðið kalt en annars óslasað, niður af fjallinu. Aðgerðir stóðu yfir fram á morgun og lauk um sjöleytið.

„Staðurinn þar sem fólkið stoppaði var í talsvert miklu brattlendi í klettabelti þar sem var mikið um laust grjót og grjótskriður. Þannig vettvangurinn var ótryggur og mjög varasamur. Það þurfti að beita öllum helstu brögðum í fjallabjörgunarbókinni til þess að gera þetta vel,“ sagði Jón Þór, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, við RÚV.

Þetta er annað útkallið á stuttum tíma vegna göngufólks í sjálfheldu á þessum slóðum. Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur fólk til að hika ekki við að kalla eftir aðstoð ef þörf krefur.

COMMENTS