Viðburðurinn Mömmur og möffins verða á sínum stað yfir verslunarmannahelgina og fagna þau 15 ára afmæli þetta árið. Á vefnum Ein með öllu segir:
„Sjálfboðavinna 11 kvenna, þar á meðal ljósmóður sem var á næturvöktum um helgina, tveggja feðra og sjö barna, ásamt stuðningi og styrk frá Sykurverk og Axelsbakaríi voru grunnurinn að 2.262 bollakökum – möffins – sem ruku út eins og fagurlega skreyttar bollakökur gera að jafnaði á viðburðinum.“
Allur ágóði sölunnar rennur til fæðingadeildar Sjúkrahússins á Akureyri líkt og hefð er fyrir.
Á Facebook-síðu viðburðarins var nýverið auglýst eftir sjálfboðaliðum í baksturinn á föstudeginum fyrir versló en einnig eftir fólki í afgreiðsluna á laugardeginum. Þó svo viðburðurinn heiti Mömmur og möffins eru feður einnig hvattir til þess að aðstoða við herlegheitin.


COMMENTS