Ekið á fimm ára stelpu í Síðuhverfi

Ekið á fimm ára stelpu í Síðuhverfi

Ekið var á fimm ára stúlku á Akureyri síðdegis í dag. Lögreglu barst tilkynning um ákeyrsluna klukkan fjögur en betur fór en á horfðist. RÚV greindi fyrst frá.

Jepplingur ók norður Bugðusíðu og beygði til hægri, austur á Teigarsíðu, þar sem stúlkan var á reiðhjóli – næstum komin yfir götuna þegar farmhorn bílsins rakst í hjólið og datt það í götuna. Stelpan var flutt á spítala, meiðsl eru ekki talin alvarleg.

COMMENTS