KA birtir liðsmyndir og myndband frá N1 móti stelpna

KA birtir liðsmyndir og myndband frá N1 móti stelpna

KA og N1 hafa haldið N1 mótið fyrir 5. flokk drengja frá árinu 1987 og hefur mótið vaxið og dafnað ár frá ári og er nú eitt allra stærsta íþróttamót landsins. Á dögunum var ákveðið að einnig myndu KA og N1 halda fyrsta N1 mótið fyrir 6. flokk stúlkna. Myndbandið hér að neðan gerði Tjörvi Jónsson að móti loknu.

Á vef KA segir, „Mikið var lagt í mótið til að hafa sömu umgjörð hjá stelpunum og hefur byggst upp hjá strákunum og erum við í skýjunum með móttökurnar og hve skemmtileg stemning ríkti á svæðinu. Alls léku rúmlega 500 stelpur á mótinu í 84 liðum en leikið var frá föstudeginum 8. ágúst til sunnudagsins 10. ágúst.“

Áætlanir eru þegar komnar á veg um að halda mótið aftur að ári en hægt er að sjá liðsmyndir frá mótinu í ár HÉR, í boði KA og Pedrómynda.

COMMENTS