Hundaskrúðganga Gæludýr.is í dag

Hundaskrúðganga Gæludýr.is í dag

Hundaskrúðganga Gæludýr.is sló í gegn á Akureyrarvöku í fyrra og því var ákveðið að slá aftur til og bjóða hundum og eigendum þeirra í skemmtilega göngu laugardaginn næstkomandi.

„Það var ótrúlega gaman að hitta alla hundana og eigendur þeirra sem mættu í hundaskrúðgönguna í fyrra þannig að það var alveg borðleggjandi að endurtaka leikinn aftur í ár,” segir Helga Hrönn, verslunarstjóri Gæludýr.is á Akureyri. „Það eru öll dýr velkomin í heimsókn í verslun okkar og því finnst okkur gaman að gera eitthvað skemmtilegt með viðskiptavinum okkar, bæði fjórfættum og tvífættum.”

Lagt verður af stað kl. 13 frá Gæludýr.is við Baldursnes 8 og genginn stuttur hringur, en Elfa dýralæknir og Anna Þóra munu leiða gönguna. Allir sem taka þátt fá smá glaðning frá versluninni að göngu lokinni. Grillaðar pylsur verða í boði kl. 14 og starfsfólk veitir ráðgjöf á opnunartíma verslunarinnar, á milli kl. 12 og 16.


Þessi færsla er kostuð. Smelltu hér til þess að kynna þér auglýsingatilboð á Kaffið.is.

COMMENTS