Sólon Sverrisson, úr fimleikadeild KA, hefur verið valinn í karlalandslið Íslands sem tekur þátt í Norður-Evrópumótinu í Leicester á Englandi dagana 23.-25. október næstkomandi.
Róbert Kristmannsson, landsliðsþjálfari karla, tilkynnti valið á dögunum. Auk Sólons skipa liðið þeir Atli Snær Valgeirsson og Sigurður Ari Stefánsson úr Gerplu, Ari Freyr Kristinsson og Lúkas Ari Ragnarsson úr Björk, og Jón Sigurður Gunnarsson úr Ármanni. Arnþór Daði Jónasson úr Gerplu er varamaður liðsins.


COMMENTS