Saint Pete með nýtt lag: „Ég er að stafla þessu svo hátt upp, ég þori ekki að líta niður“

Saint Pete með nýtt lag: „Ég er að stafla þessu svo hátt upp, ég þori ekki að líta niður“

Akureyrski tónlistarmaðurinn Pétur Már Guðmundsson, betur þekktur sem  Saint Pete, sendi nýlega frá sér ábreiðu á góðkunna Ladda-laginu Superman sem kom út árið 2006 á plötunni Hver er sinnar kæfu smiður. Ábreiðan er gerð í samvinnu við Nova. 

Með ferskri textasmíð og einkennandi hljóðheim heldur Saint Pete áfram að ryðja sér til rúms í íslenskri tónlistarsenu.

Hér fyrir neðan má hlusta á lagið og horfa á tónlistarmyndbandið, sem er tekið upp á kaffihúsinu Prikinu í Reykjavík. Með víxlverkun hljóðheimsins, myndbandsins og textasmíða Saint Pete verður vissulega til ákveðin stemning. Nærvera Ladda er kraumandi undir niðri í auðþekkjanlegum takti Súperman-lagsins sem hefur vafalítið tekið sér bólfestu í hugum og hjörtum allra þeirra sem eiga grunnskólagöngu að baki hér á landi. Þessi hugrenningatengsl stíga síðan léttan dans með rennandi rappflæði Saint Pete, ljósin við barinn á Prikinu sveiflast og skyndilega verða línurnar óljósar; á ég að húkka bíl eða fá mér einn kaldann? 

COMMENTS