Frábær árangur júdódeildar KA á alþjóðlega JRB mótinuMynd/KA

Frábær árangur júdódeildar KA á alþjóðlega JRB mótinu

Keppendur frá Júdódeild KA náðu frábærum árangri á alþjóðlega JRB mótinu sem fór fram helgina 18.-19. október í Ljónagryfjunni á Reykjanesbæ. Mótið var fjölmennt með yfir 100 keppendum frá ýmsum þjóðum.

Júdódeild KA átti fimm keppendur á mótinu sem allir náðu góðumfrábærum árangri:

  • Vladyslava Ryzhkova vann gull í +70 kg flokki U15
  • Dagmar Steinþórsdóttir vann silfur í +63 kg flokki U13
  • Jóhanna Heiðrún Ágústsdóttir vann silfur í -40 kg flokki U13
  • Valur Fannar Eiríksson vann brons í -45 kg flokki U15
  • Maria Grazyna Wasowicz vann brons í -45 kg flokki U15

Á sunnudeginum voru haldnar æfingabúðir þar sem keppendum gafst tækifæri til að æfa með erlendum iðkendum frá Króatíu, Skotlandi, Bretlandi, Hollandi og Grikklandi, auk heimamanna frá Íslandi.

„Þetta var dýrmæt reynsla fyrir okkar iðkendur að fá að takast á við erlenda keppendur og læra ný tæknileg atriði,“ segir á vef KA þar sem Júdódeild KA þakkar einnig Júdófélagi Reykjanesbæjar fyrir vel skipulagt og skemmtilegt mót og segist hlakka til að taka þátt aftur að ári.

COMMENTS