SinfóniaNord og Rokkland á Rás 2 héldu tónleika í Hofi síðastliðinn laugardag þar sem sinfónískt rokk var flutt. Tilefnið var 30 ára afmæli Rokklands. Undirbúningur hófst árið 2024 þegar Óli Palli hjá Rokklandi hafði samband við Þorvald Bjarna, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, og tók tæplega ár.
Flytjendur voru Una Torfa, Sigríður Thorlacius, Stína Ágústsdóttir, Jónas Sig, Magni Ásgeirs, Eyþór Ingi, Jónína Björt og Andrea Gylfa. Þau komu fram ásamt SinfóniaNord, hljómsveitinni Todmobile, Kór Akureyrarkirkju og sönghópnum Rok frá Akureyri.
„Uppsetning og framkvæmd var á heimsmælikvarða og var hver fermeter á sviðinu í Hofi nýttur fyrir listamenn, hljóðfæri og annan búnað. Var þetta enn ein sönnun þess hversu magnaður tónleikastaður Hof í raun er. Upplifun listamanna sem og áhorfenda af viðburðinum var öll á sama veg, hreinlega stórkostleg upplifun!,“ segir á vef MAk.
Næstu verkefni Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands eru tónlist fyrir leikritið Birtíng hjá Leikfélagi Akureyrar, heiðurtónleikar Jóns Nordal, tónleikarnir Ljós í myrkri með verkum Atla Örvarssonar og Sirkutónar fyrir grunnskólanema. Hljómsveitin vinnur einnig að upptökum á tónlistarverkefnum.


COMMENTS