Stofnendur Skógarbaðanna valin „Kaupmaður ársins“Mynd/Þjóðmál

Stofnendur Skógarbaðanna valin „Kaupmaður ársins“

Á Hátíðarkvöldi Þjóðmála 20. nóvember sl. fengu hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer verðlaun sem „Kaupmaður ársins.“ Þjóðmál er eitt vinsælasta hlaðvarp og vefrit landsins þar sem fjallað er um stjórnmál, efnahagsmál og menningu undir ritstjórn Gísla Freys Valdórssonar. Í hlaðvarpinu er rætt við þjóðþekkta einstaklinga um málefni líðandi stundar þar sem áhersla er lögð á málefnalega umræðu, frelsi einstaklingsins og mikilvægi öflugs atvinnulífs.

„Þau hafa með elju og dugnaði byggt upp fyrirtæki sem hefur hvort tveggja í senn auðgað mannlífið í Eyjafirði og ýtt undir fjölbreyttari og gæði ferðaþjónustu á svæðinu. Fjöldi gesta hefur farið fram úr björtustu vonum og fyrir liggja áætlanir um frekari vöxt á starfsemi félagsins. Þau hjónin eru sönnun þess þegar einstaklingsframtakið fær svigrúm þá verða verðmæti til sem gagnast samfélaginu öllu.“ segir í Facebook-færslu frá Þjóðmálum.

COMMENTS