Sigurður Ólafsson menntaskólakennari er látinn. Hann var 74 ára gamall, Morgunblaðið greindi frá andláti hans.
Sigurður ólst upp á Akureyri, lauk stúdentsprófi frá MA og hélt síðar til Danmerkur þar sem hann bjó í 16 ár. Þar lauk hann cand.phil.-prófi í heimspeki og hugmyndasögu frá Árósaháskóla, hann var einnig mikill mótorhjólaáhugamaður og ferðaðist víða.
Eftir heimkomuna árið 1989 kenndi Sigurður fyrst á Húsavík en starfaði lengst af við Menntaskólann á Akureyri, þar sem hann kenndi heimspeki og sögu til starfsloka árið 2018. Eftirlifandi eiginkona hans er Klara Sigríður Sigurðardóttir, en Sigurður lætur einnig eftir sig þrjú börn, þrjú stjúpbörn og níu barnabörn.


COMMENTS