Síðastliðinn föstudag voru jólaljósin tendruð á jólatrénu við Tjarnarborg í Ólafsfirði. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir flutti hugvekju, Tinna Hjaltadóttir og Guðmann Sveinsson tóku nokkur jólalög auk þess sem börn úr leikskólanum Leikhólum sungu jólalög. Nokkrir jólasveinar tóku einnig forskot á sæluna og mættu til byggða til þess að hitta börnin. Sama kvöld var jólakvöld í miðbænum þar sem jólamarkaður var í menningarhúsinu og í jólahúsum fyrir utan.
Nánar á vef Fjallabyggðar ásamt myndum.


COMMENTS