Árið 2025 var stærsta ár hvalaskoðunar á Húsavík frá upphafi. Þetta kemur fram á vef Norðurþings. Um 140 þúsund farþegar fóru í skoðunarferðir, sem er 24% aukning milli ára og slær við fyrra meti frá 2023. Fjögur fyrirtæki buðu upp á ferðir á árinu. Samhliða fjölgun ferðamanna hefur Hafnasjóður Norðurþings lagt í verulegar framkvæmdir til að bæta aðstöðu og upplifun gesta við höfnina.



COMMENTS