Þýski athafnamaðurinn Martin Michael hefur boðað til blaðamannafundar í næstu viku vegna endurreisnar flugfélagsins Nice Air. Martin býr yfir 30 ára reynslu í flugrekstri, starfaði áður fyrir félagið og þekkir vel sögu þess. RÚV greindi frá.
Nice Air fór í þrot í apríl 2023 eftir tæplega árs rekstur og fengust engar eignir upp í 184 milljóna króna kröfur. Martin hyggst hefja rekstur á ný um miðjan febrúar. Upplýsingar frá Isavia staðfesta að bókað hefur verið flug fyrir nýtt flugfélag um Akureyrarflugvöll þann 19. febrúar næstkomandi.


COMMENTS