UFA tilkynnir tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Akureyrar

UFA tilkynnir tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Akureyrar

Ungmennafélag Akureyrar (UFA) hefur tilkynnt tilnefningar sínar til vals á íþróttakarli og íþróttakonu Akureyrar fyrir árið sem er að líða. Fjórir iðkendur hljóta tilnefningu fyrir árangur sinn á árinu.

Tilnefndir til íþróttakarls Akureyrar:

  • Ágúst Bergur Kárason varð Norðurlandameistari í 400m hlaupi í flokki 50-54 ára á tímanum 56,78 sek, á sama móti náði hann silfri í 200m hlaupi á tímanum 25,32, hástökki 1,56m og þrístökki 11,42m. Beggi setti einngi Íslandsmet í 400m hlaupi í flokki 50-54 ára á tímanum 56,26 sek. Íslandsmeistartitlar Begga í mastersflokkum voru alls 11 í spretthlaupum og stökkum.

  • Þorbergur Ingi Jónsson var sem áður fremstur í flokki í utanvegahlaupum hér heima og náði líka góðum árangri í OCC sem er eitt sterkasta utanvegahlaup í heimi. Þorbergur Ingi var valinn í landsliðið sem keppti á Heimsmeistaramóti í utanvegahlaupum sem haldið var á Canfranc á Spáni í september og hljóp þar 82 km hlaup.

Tilnefndar til íþróttakonu Akureyrar:

  • Anna Sofia Rappich setti Íslands og Norðurlandamet í 60m hlaupi í flokki 60-64 ára á Norðurlandameistaramótinu í Masters þegar hún hljóp á tímanum 8,88 sek. Anna varð einng Norðulandameistari í langstökki innanhús þegar hún stökk 4,29m sem er nýtt Íslandsmet í hennar flokki. Einnig setti Anna met í stangarstökki ( 2,10m). Á utanhússtímabilinu hélt Anna áfram að raða inn afrekum. Hún náði í brons á gríðarsterku Evrópumóti á Madeira í Portúgal í langstökki á nýju aldurflokkameti (4,20m). Á sama móti varð hún í 6. sæti í 100m hlaupi á 14,93 sek en mánuði fyrir EM þá setti hún Íslandsmet í 100m á Akureyri þegar hún hljóp á tímanum 14,56 sek.

  • Anna Berglind Pálmadóttir bætti sig í maraþoni, 10 km hlaupi og 3000 á árinu og setti um leið aldursflokkamet í þeim greinum í flokki 45-49 ára kvenna, en fyrir átti hún aldursflokkametin í hálfmaraþoni og 5 km á götu, og 1500 og 10.000 á braut utanhúss. Á árinu tók hún einnig aldursflokkamet í 1000 m hlaupi utanhúss. Anna Berglind hefur einnig verið í fremstu röð íslenskra kvenna í utanvegahlaupum. Í sumar náði hún sínu besta ITRA skori frá upphafi í Laugavegshlaupinu þegar hún hljóp á 4:56:37, en aðeins fjórar konur hafa hlaupið Laugaveginn hraðar en það. Anna Berglind var valin í landsliðið sem keppti á Heimsmeistaramóti í utanvegahlaupum sem haldið var á Canfranc á Spáni í september, hljóp þar 45 km hlaup og stóð sig með sóma í því sem öðrum haupum ársins.

COMMENTS