Jólatorgið á Ráðhústorgi verður opið á Þorláksmessu

Jólatorgið á Ráðhústorgi verður opið á Þorláksmessu

Tímabilið sem Jólatorgið á Ráðhústorgi verður opið hefur verið framlengt svo að opið verður á Þorláksmessu frá klukkan 19–22. Torgið verður einnig opið um helgina frá 15-18. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

„Það hefur verið frábær stemming á Jólatorginu á aðventunni og því höfum við ákveðið að lengja tímabilið. Með því viljum við reyna að endurvekja þá hefð sem margir muna eftir, þegar fólk fjölmennti niður í bæ eftir kvöldmat til að njóta notalegrar jólastemningar í aðdraganda jóla,“ segir Elísabet Ögn Jóhannsdóttir, verkefnastjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ.

COMMENTS