Mattýjarmót var haldið í fyrsta sinn þann 13. desember 2025. Mótið dregur nafn sitt af Mattheu Sigurðardóttur, Mattý, og er haldið til heiðurs henni fyrir rúmlega 40 ára starf í þágu fimleikadeildar KA.
Mattý á að baki farsælan feril sem keppandi þar sem hún varð tvöfaldur unglingameistari Íslands og einu sinni þrefaldur unglingameistari, auk þess að vera margfaldur Akureyrarmeistari. Sömuleiðis hefur hún sinnt fjölmörgum störfum fyrir deildina, meðal annars sem þjálfari og dómari. Hún starfar nú sem yfirþjálfari grunnhópa.
Mótið er ætlað yngri iðkendum til að undirbúa þá fyrir stærri keppnir. Um 100 iðkendur tóku þátt í þessu fyrsta móti þar sem gleðin var í fyrirrúmi.


COMMENTS