Hætt við jómfrúarferð Niceair í febrúar

Hætt við jómfrúarferð Niceair í febrúar

Ekkert verður af fyrirhuguðu flugi Niceair frá Akureyri til Kaupmannahafnar sem áætlað var í næsta mánuði. Akureyri.net greindi fyrst frá málinu.

Um var að ræða fyrsta flug endurstofnaðs félags sem fara átti fram dagana 19. til 22. febrúar. Farþegar hafa fengið tölvupóst þar sem greint er frá aflýsingunni þar sem ástæðan er sögð vera að þörf sé á betri undirbúningi áður en hægt sé að hefja starfsemi. Gefið er í skyn að flug á milli staðanna sé þó enn á dagskrá.

COMMENTS